top of page
Mýrastigi

Veronica teucrium

sh. Veronica austriaca ssp. teucrium

Hraundepla

Græðisúruætt

Plantaginaceae

Hæð

meðalhá, um 30 - 40 cm

Blómlitur

blár

Blómgun

júlí - september

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rýr

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Evrópa

Bládeplur, Veronica, er stærsta ættkvísl græðisúruættar, Plantaginaceae, með um 500 tegundir. Ættkvíslin tilheyrði áður grímublómaætt en mikil endurskoðun hefur átt sér stað á þeirri ætt og margar ættkvíslir sem tilheyrðu ættinni nú flokkaðar í græðisúruætt. Bládepluættkvíslin er einnig í endurskoðun og mögulegt að allmargar ættkvíslir verði sameinaðar henni, t.d. ættkvíslin Hebe sem er nær eingöngu bundin við Nýja-Sjáland. Flestar tegundir bládepla skv. eldri flokkun eiga heimkynni um nyrðra tempraðað beltið. Þær þrífast best í sól, en gera ekki sérstakar jarðvegskröfur, þó lágvaxnar tegundir þrífist best í sendnum, þurrum jarðvegi.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars.

Fræ ekki hulið (þarf birtu til að spíra) og haft við 15°C fram að spírun.

Verður fallegust á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi. Harðgerð og auðræktuð tegund.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page