
Bretaíris í blönduðum litum getur orðið skammlíf og þessi blanda sem ég gróðursetti lifði ekki veturinn. Hún var mjög falleg þó. Það er eins og með tegundina, laufið visnar eftir blómgun, svo það þarf að gera ráð fyrir því þegar þeim er plantað. Þarf sól og næringarríkan jarðveg.