top of page

Krókusar
Flestir krókusar blómstra snemma á vorin, í lok mars - apríl eftir staðsetningu og árferði. Það á við um alla krókusa að þeir þurfa frekar gott frárennsli og sólríkan stað því blómin opnast aðeins í sólskini. Laukarnir eru gróðursettir frekar grunnt, aðeins um 5 - 8 cm moldarlag sett yfir.

Smáblóma krókusar (Botanical crocus)
Smærri blóm en á vorkrókus og heldur fyrri til að blómstra.
-
Crocus chrysanthus - tryggðakrókus
-
Crocus sieberi - grikkjakrókus
-
Crocus tommasinianus - balkankrókus

Stórblóma krókusar (Large flowered crocus)
Stórblóma krókusar bera stærri blóm og blómstra heldur seinna en smáblóma krókusarnir.
-
Crocus flavus - gullkrókus
-
Crocus vernus - vorkrókus

Haustblómstrandi krókusar (Autumn flowering)
Haustblómstrandi krókusar blómstra að hausti, en laufblöð vaxa upp að vori.
bottom of page