Geranium phaeum
Brúngresi
Hávaxin fjölær planta sem blómstrar vínrauðum blómum í júlí. Harðgert og gerir engar sérstakar kröfur. Best er að klippa blómstönglana af eftir blómgun til að koma í veg fyrir að plantan fjölgi sér með sjálfsáningu.
Blágresi eru fjölærar plöntur sem tilheyra ættkvíslinni Geranium í blágresisætt (Geraniaceae). Þetta er stór og fjölskrúðug ættkvísl sem inniheldur bæði lágvaxnar steinhæðaplöntur sem þurfa sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi og hávaxnar plöntur sem geta þrifist í sól eða skugga.