Grasker 'Casperita'
Cucurbita maxima
Grasker eru hitakærar plöntur og ná varla að þroska aldin utandyra hér á landi.
'Casperita' er smávaxið yrki sem þroskar hvít grasker sem eru um 15 cm í þvermál. Ræktunartími frá sáningu til uppskeru er gefinn upp sem 77 dagar, en sá tími miðast við góðan sumarhita. Gróðurhús eða gróðurskáli væru vænlegust til árangurs. Reynsla hér á landi er óþekkt.
Sáð í maí í gróðurhúsi, gróðurskála eða öðrum skýldum, sólríkum stað þar sem lofthiti verður nægilega hár. Grasker þurfa mikið pláss, svo ekki er ráðlegt að sá of mörgum fræjum í einu. Passlegt er að sá 2 stk. í sáðbox sem er svo umpottað í 2 l pott, því grasker þola illa prikklun. Þau eru svo ræktuð áfram í stærri potti, t.d. 30 l pott eða gróðurpoka.
Hér má finna leiðbeiningar um ræktun graskerja í pottum: https://www.youtube.com/watch?v=-5NIFrh5QDI
6 fræ í pakka