top of page
Narcissus 'Elka' (10 stk)

Narcissus 'Elka' (10 stk)

Hátíðarlilja (Trumpet)

 

'Elka' er dvergvaxin hátíðarlilja sem blómstrar smáum hvítum blómum með ljósgulri, lúðurlaga hjákrónu sem lýsist með aldrinum og verður nánast hvít.

 

10 stk. í pakka.

 

  • Ræktunarleiðbeiningar

    Hátíðarliljur (páskaliljur) eru fjölærar og í flestum tilvikum harðgerðar. Þær vaxa best í frjóum, vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Laukarnir eru gróðursettir á þeirri dýpt sem samsvarar því að moldarlagið yfir laukunum sé tvöföld hæð laukanna.  Eftir blómgun eru blómstönglarnir klipptir af, en laufið látið vera þar til það fölnar. Þannig safnast öll orkan í laukinn í stað þess að fara í fræmyndun. Þar sem laufið er ekki mjög fallegt á meðan það fölnar, er best að planta laukunum inn á milli fjölæringa sem hylja laufið.

935krPrice
Tax Included
Out of Stock

Tengdar vörur

bottom of page