top of page
White and deep burgundy flowers of Lilium 'Stracciatella Event'

Lilium 'Stracciatella Event'

Asíublendingur (Asiatic-Tiger)

 

Asíublendingar eru yfirleitt fjölærir hér á landi, ef vaxtarskilyrðin eru rétt. Þeir eru hávaxnir og þurfa stuðning og fást í miklu litaúrvali. Asíu-tígurlilju blendingar eru undirflokkur asíublendinga sem eru afrakstur víxlunar við tígurlilju (Lilium lancifolium). Þeir hafa aðeins minni blóm, sem vísa fram eða niður og krónublöðin eru aftursveigð í endana.

 

'Stracciatella Event' verður um 120 cm á hæð og blómstrar tvílitum blómum sem eru hvít með dökkvínrauðri miðju og dröfnum.

 

3 laukar í 2 l potti

  • Ræktunarleiðbeiningar

    Liljur eru fallegar garðplöntur sem tilheyra ættkvíslinni Lilium í liljuætt (Liliaceae). Margar eru fjölærar hér, eins og t.d. asíublendingarnir, og þær þurfa ekki forræktun inni. Þeim má planta beint út að vori. Vaxtarstaðurinn þarf að vera sólríkur og skjólgóður og jarðvegurinn þarf að vera frjór, vel framræstur og lífefnaríkur.

    Aðrir liljuflokkar, eins og t.d. austurlandaliljurnar, eru viðkvæmari og verða ekki langlífar utandyra hérlendis. Þær má rækta í pottum og geyma í gróðurhúsi eða kaldri geymslu yfir vetrarmánuðina.

    Hávaxnar sortir þurfa góðan stuðning.

1.800krPrice
Tax Included
Only 1 left in stock

Tengdar vörur

bottom of page