Pulmonaria longifolia 'Diana Clare'
Kattalyfjurt
'Diana Clare' er yrki af kattalyfjurt sem með lensulaga, silfruðu laufi sem verður um 15-45 cm á hæð. Blómin skipta lit frá bleiku yfir í blátt eftir því sem þau eldast. Blómgast í maí.
Óreynt yrki, en lyfjurtir eru almennt harðgerðar hér.
1 stk. í 11x11 cm potti.
Ræktunarleiðbeiningar
Lyfjurtir (Pulmonaria) eru harðgerðar, skuggþolnar plöntur með þekjandi vöxt sem henta vel sem þekjuplöntur á skuggsælum stöðum. Þær vaxa vel í hálfskugga eða skugga í frjóum, jafnrökum, vel framræstum jarðvegi.