Viola Matrix F1 'Sangria'
Stjúpur
Stjúpur eru sumarblóm sem henta vel í ker og út í beð. Matrix serían hefur þéttan, jafnan vöxt og stór blóm í miklu litaúrvali. Plöntur eru einsleitar milli litaafbrigða. 'Sangria' er afbrigði sem blómstrar rauðbleikum blómum með dökkri miðju umkringdri gulum geislabaug.
Sáð í janúar. Fræ rétt hulið með þurrum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir 7-10 daga við 18-20°C. Blómgun um 3 mánuðum eftir sáningu.
20 fræ í pakka
325krPrice
Tax Included
Out of Stock