top of page
Mýrastigi

Corydalis lutea

viðurkennt heiti: Pseudofumaria lutea

Hanaspori

Draumsóleyjaætt

Papaveraceae

Hæð

lágvaxinn, um 30 cm

Blómlitur

gulur

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Alpafjöll

Fuglalappir, Corydalis, er stór ættkvísl í draumsóleyjaætt, Papaveraceae (áður í reykjurtaætt),  með yfir 300 tegundum sem flestar eiga heimkynni í Himalajafjöllunum og Kína. Margar eru skógarplöntur sem þrífast best í rökum jarðvegi og skugga part úr degi.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og sett út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Fræið hefur stutt geymsluþol og því mikilvægt að sá því eins fljótt og hægt er. Spírar best við 5-15°C.

Hanaspori hefur nýlega verið fluttur í nýja ættkvísl, Pseudofumaria, en er hér skráður undir sínu gamla heiti.
Sáir sér svolítið.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page