Mýrastigi

Adenophora liliifolia

Liljubura

Bláklukkuætt

Campanulaceae

Hæð

hávaxin, yfir 100 cm

Blómlitur

fjólublár

Blómgun

ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Mið-Evrópa

Kirtilklukkur, Adenophora, eru af bláklukkuætt , Campanulaceae og líkjast blómin mjög bláklukkum. Langflestar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í Asíu en ein tegund vex villt í Evrópu.

Fjölgun:


Skipting að vori


Sáning - sáð að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Skriðul planta sem breiðist nokkuð hratt út. Jarðstönglar liggja grunnt og auðvelt er að stinga utan af hnausnum. Það þarf að gera það árlega til að halda henni í skefjum.
Þessi planta gæti mögulega verið skriðklukka C. rapunculoides, en henni svipar mjög til liljuburu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.