![]() |
---|
Alchemilla vulgaris
Maríustakkur
Rósaætt
Rosaceae
Hæð
meðalhár, um 10-30 cm
Blómlitur
ljós grænn
Blómgun
júní
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
Evrópa og Grænland
Döggblöðkur, Alchemilla, er ættkvísl jurta í rósaætt, Rosaceae. Þær eru blaðfagrar og þó blómin láti lítið yfir sér eru ljósgrænir sveipirnir mikið skraut sem fer afar vel með öðrum plöntum. Langflestar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í norðanverðri Evrasíu, en einnig eru nokkrar tegundir sem eiga heimkynni í fjöllum Afríku og í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir vaxa villtar á Íslandi.
Lágvaxin íslensk planta, algeng um allt land. Hann er fallegur í sínu náttúrulega umhverfi, en blómin eru lítil og blómklasarnir smáir svo hann er ekki nógu skrautlegur til að geta talist góð garðplanta.
Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?
Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.