Mýrastigi

Anemone narcissiflora

Sveipsnotra

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

meðalhá, um 30 - 50 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

maí - júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól-hálfskuggi

Jarðvegur

næringarríkur, lífefnaríkur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Evrasía og NV-Ameríka

Snotrur, Anemone, tilheyra sóleyjaætt, Ranunculaceae og líkjast mjög sóleyjum. Þær vaxa einkum á norðlægum slóðum og upp til fjalla. Margar blómstra á vorin eða snemmsumars, þó nokkrar, eins og haustsnotra, blómstri síðsumars.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti. Fræ geymist illa svo best er að geyma það í kæli þar til því er sáð.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 18-20°C svo best er að taka sáninguna inn þegar fer að hlýna.

Meðalhá tegund með hreinhvítum blómum í sex-blóma, flötum sveipum. Hún er harðgerð og auðræktuð, en þrífst þó best í sól eða hálfskugga í lífefna- og næringarríkum, vel framræstum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.