Mýrastigi

Anemone sylvestris

Rjóðursnotra

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

meðalhá, um 40 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Mið- og V-Evrópa

Snotrur, Anemone, tilheyra sóleyjaætt, Ranunculaceae og líkjast mjög sóleyjum. Þær vaxa einkum á norðlægum slóðum og upp til fjalla. Margar blómstra á vorin eða snemmsumars, þó nokkrar, eins og haustsnotra, blómstri síðsumars.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning að hausti. Fræ geymist illa svo best er að geyma það í kæli þar til því er sáð.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram á vor.  Spírar best við 20°C svo best er að taka sáninguna inn þegar fer að hlýna.


Sáning að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar. Ef fræ spírar ekki er best að setja það í kæli í 4-6 vikur. 

Falleg skógarplanta sem blómstrar stórum, hvítum blómum í júní. Hún er nokkuð skuggþolin, en vex betur í hálfskugga í vel framræstum, rökum jarðvegi. Sáir sér lítillega.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.