Aquilegia vulgaris var. stellata 'Green Apples'
Skógarvatnsberi
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Hæð
hávaxinn, um 60-70 cm
Blómlitur
fölgrænn
Blómgun
júní - júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, meðalfrjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
garðaafbrigði
Ættkvíslin Aquilegia, vatnsberar, tilheyrir sóleyjaætt, Ranunculaceae. Þeir eru einnig nefndir sporasóleyjar og er það nafn dregið af hunangssporum sem krónublöðin mynda. Þetta eru harðgerðar plöntur sem kunna best við sig í heldur rökum jarðvegi og skugga part úr degi. Þó eru til fjallaplöntur í þessari ættkvísl sem kjósa að vera sólarmegin í lífinu og vaxa best í vel framræstum jarðvegi.
Fjölgun:
Sáning - sáð síðvetrar eða snemma vors
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Ef fræ spírar ekki eftir 4 vikur, er ráðlegt að setja það í kæli í 2-4 vikur og færa það svo aftur í stofuhita. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Sort af skógarvatnsbera með fylltum, sporalausum, fölgrænum blómum. Þarf frekar vel framræstan jarðveg og vex best í sól eða hálfskugga. Sáir sér ekki