![]() |
---|
Arabis blepharophylla
Vorskriðnablóm
Krossblómaætt
Brassicaceae
Hæð
lágvaxið, 10-15 cm
Blómlitur
rósrauður
Blómgun
júní
Lauflitur
grágrænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, þurr
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
viðkvæmt, vetrarskýli
Heimkynni
Kalifornía, San Francisco svæði
Skriðnablóm, Arabis, er ættkvísl í krossblómaætt Brassicaceae. Þetta eru lágvaxnar fjallaplöntur sem vaxa í grýttum jarðvegi, flestar í fjöllum Evrópu og Asíu.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Græðlingar snemmsumars. Stilkur rifinn af alveg niðri við jörð og settur í raka vikurblandaðamold. Haldið röku og ekki haft í sterku sólskini á meðan það er að ræta sig, sem gerist nokkuð fljótt.
Sáning - sáð að vori
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Yndisfögur steinhæðaplanta, en heldur viðkvæm. Þarf vetrarskýli eða yfirvetrun í gróðurreit.