top of page
Mýrastigi

Arabis caucasica 'Variegata'

syn. Arabis alpina ssp. caucasica

Garðskriðnablóm

Krossblómaætt

Brassicaceae

Hæð

lágvaxið, 10-15 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

maí - júní, stundum aftur í september

Lauflitur

grágrænn með kremuðum blaðjöðrum

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

garðaafbrigði

Skriðnablóm, Arabis, er ættkvísl í krossblómaætt Brassicaceae. Þetta eru lágvaxnar fjallaplöntur sem vaxa í grýttum jarðvegi, flestar í fjöllum Evrópu og Asíu.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Græðlingar snemmsumars. Stilkur rifinn af alveg niðri við jörð og settur í raka vikurblandaðamold. Haldið röku og ekki haft í sterku sólskini á meðan það er að ræta sig, sem gerist nokkuð fljótt.

Harðgerð og blómsæl vorblómstrandi planta sem fer vel í steinhæð eða fremst í beði. Verður þakin hvítum blómum í maí. Á það til að blómstra aftur síðsumars. Þrífst best í sól í vel framræstum jarðvegi, en getur alveg þolað skugga part úr degi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page