top of page
Mýrastigi

Arenaria purpurascens

Purpurasandi

Hjartagrasaætt

Caryophyllaceae

Hæð

lágvaxinn, um 5 cm á hæð

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, grófur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

viðkvæmur fyrir vetrarbleytu

Heimkynni

Pýreneafjöll

Ættkvíslin Arenaria, sandar, er stór ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae. Þetta eru lágvaxnar, fíngerðar plöntur sem vaxa í sendnum jarðvegi.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Græðlingar snemmsumars. Stilkur rifinn af alveg niðri við jörð og settur í raka vikurblandaðamold. Haldið röku og ekki haft í sterku sólskini á meðan það er að ræta sig.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C

Yndisfögur steinhæðaplanta sem þarf malarblandaðan jarðveg, helst í góðum halla og mjög sólríkan stað.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page