![]() |
---|
Aubrieta x cultorum 'Grandiflora'
Hraunbúi
Krossblómaætt
Brassicaceae
Hæð
lágvaxinn, um 20-25 cm
Blómlitur
fjólublár
Blómgun
júní - júlí
Lauflitur
grágrænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, blandaður grófum sandi/fínni möl
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
viðkæmur
Heimkynni
garðaafbrigði
Breiðublóm, Aubrieta, tilheyra krossblómaætt, Brassicaceae, með heimkynni í S-Evrópu til Mið-Asíu. Þetta er lítil ættkvísl mjög líkra tegunda sem allar mynda þúfur eða breiður með stuttum, stórblóma blómklösum. Þau vaxa best í grýttum jarðvegi á sólríkum stað.
Fjölgun:
Sumargræðlingar.
Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.
Sáning - sáð að vori.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Falleg steinhæðaplanta, en því miður frekar viðkvæm. Getur lifað ef frárennsli er mjög gott.