![]() |
---|
Caltha palustris
Hófsóley
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Hæð
lágvaxin, um 15 - 20 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
lok apríl - maí
Lauflitur
dökk grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
rakur - blautur, þéttur jarðvegur
pH
súrt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
tempruð svæði á norðurhveli
Hófsóleyjar, Caltha, eru eins og nafnið bendir til af ætt sóleyja, Ranunculaceae. Þær vaxa í rökum jarðvegi við læki og tjarnir um kaldtempruðu beltin á norður og suðurhveli jarðar. Ein tegund, hófsóley, vex villt á Íslandi.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - fræ hefur takmarkað geymsluþol og því best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og geymt úti fram á vor. Tekið inn í febrúar-mars og haft við stofuhita (ca. 18-22°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Íslensk mýrarplanta, algeng um allt land.
Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?
Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.