Chelidonium majus
Svölujurt
Draumsóleyjaætt
Papaveraceae
Hæð
meðalhá, um 40 - 50 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
júní - júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
frekar rakur, þolir flestar jarðvegsgerðir
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
Evrópa og V-Asía
Svölujurt er eina tegund ættkvíslarinnar Chelidonium í draumsóleyjarætt, Papaveraceae. Hún vex á engjum í Evrópu og V-Asíu og sem ágengur slæðingur í N-Ameríku.
Fjölgun:
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 6 vikur við stofuhita (22°C) og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C
Fínleg planta sem þolir svolítinn skugga. Sáir sér svolítið.