Mýrastigi

Edraianthus pumilio

Dvergbikar

sh. Dvergbikarklukka

Bláklukkuætt

Campanulaceae

Hæð

lágvaxinn, um 5 - 10 cm

Blómlitur

fjólublár

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, vikurblandaður, kalkríkur

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

viðkvæmur

Heimkynni

fjöll í S-Króatíu

Bikarklukkur, Edraianthus, er lítil ættkvísl líkra tegunda í bláklukkuætt, Campanulaceae, sem vaxa í fjöllum Balkanskaga. Þetta eru smávaxnar fjallaplöntur sem mynda þúfur striklaga laufblaða með klukkulaga blómum á stuttum stilkum. Þær kjósa helst að kúra á milli steina þar sem sólin skín og eins og margar aðrar fjallaplöntur kunna þær alls ekki að meta vetrarumhleypinga.

Fjölgun:


Sáning - sáð síðvetrar

Fræ ekki hulið og haft við 20°C fram að spírun. Spírun getur tekið 3 mánuði.

Einnig hægt að sá að hausti og haft úti fram á vor, síðan flutt inn í stofuhita.

Fjallaplanta sem þarf grófan, kalkíkan jarðveg og mjög gott frárennsli. Viðkvæmur fyrir vetrarbleytu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.