Eranthis hyemalis
Vorboði
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Hæð
lágvaxinn, um 8 - 15 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
mars - apríl, jafnvel fyrr í mildum vetrum
Lauflitur
dökkgrænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, rakur, lífefnaríkur, kalkríkur
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
þrífst misjafnlega, getur reynst skammlífur
Heimkynni
skóglendi í Frakklandi, Ítalíu og á Balkanskaga
Eins og nafnið bendir til eru blóm vorboða, Eranthis, með þeim fyrstu sem birtast á vorin. Þetta er lítil ættkvísl um 8 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni í S-Evrópu og austur yfir Asíu til Japans. Þær eru lágvaxnar skógarbotnsplöntur sem nýta birtuna áður en trén laufgast til að blómgast sínum gulu eða hvítu blómum. Laufið vex eftir blómgun og fölnar þegar skuggsælt er orðið í skógunum.
Fjölgun:
Skipting að vori. Gæta þarf þess að stinga hnýði ekki í sundur.
Hnýði gróðursett að hausti. Þurr hnýði geymast illa og árangur því misjafn.
Sáning - sáð að hausti. Fræ hefur skamman líftíma og ætti því að geyma í kæli fram að sáningu.
Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun. Ef eitthvað fræ spírar að vori er því dreifplantað, en geyma ætti sáninguna fram á næsta vor þar sem hluti fræs gæti spírað seint.
Þarf vel moltublandaðan, rakaheldinn, kalkríkan jarðveg. Þolir ekki þurrk. Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir.