top of page

Dodecatheon

Goðalyklar

Goðalyklar, Dodecatheon, er lítil, einsleit ættkvísl í maríulykilsætt, Primulaceae, náskyld maríulyklum, Primula. Tegundirnar eru hver annari líkar og oft mjög erfitt að greina á milli þeirra. Allar eiga þær heimkynni í N-Ameríku og einhverjar einnig í NA-Asíu. Goðalyklar hafa laufblaðahvirfingu við jörð, með klasa af blómum á blaðlausum stilk sem hafa einkennandi aftursveigð krónublöð. Þeir þurfa rakan, næringarríkan jarðveg og þrífast í nokkrum skugga.

Dodecatheon dentatum

Hjartagoðalykill

Hjartagoðalykill er lágvaxinn fjölæringur með hvítum blómum.

Dodecatheon jeffreyi

Hlíðagoðalykill

Hlíðagoðalykill er lágvaxin, fjölær planta með dökkbleikum blómum.

Dodecatheon meadia

Goðalykill

Goðalykill er meðalhá fjölær planta með bleikum blómum.

Dodecatheon poeticum

Brekkugoðalykill

Brekkugoðalykill er lágvaxin fjölær planta með bleikum blómum.

Dodecatheon pulchellum 'Red Wings'

Skriðugoðalykill

Afbrigði af skriðugoðalykli með dökkbleikum blómum.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page