top of page

Aster

Stjörnufíflar

Stjörnufíflar, Aster, tilheyra körfublómaætt, Asteraceae. Heimkynni ættkvíslarinnar eru engi í tempraða beltinu nyrðra, og vex meirihlutinn í Norður-Ameríku. Þeir þrífast best í rökum, frjósömum jarðvegi og kjósa að vera sólarmegin í lífinu. Flestir stjörnufíflar blómgast síðsumars og fram á haust, en þeir sem helst eru ræktaðir hér eru háfjallaplöntur sem blómgast fyrr, í júlí - ágúst.

Aster alpinus 'Goliat'

Fjallastjarna

Fjallastjarna er lágvaxin steinhæðaplanta með ljósfjólubláum blómum.

Aster himalaicus

Himalajastjarna

Himalajastjarna er lágvaxin planta með ljósfjólubláum blómum.

Aster puniceus

Glæsistjarna

Glæsistjarna er hávaxin fjölær planta með ljós fjólubláum blómum.

Aster tongolensis

Kvöldstjarna

Kvöldstjarna er meðalhá, fjölær planta með ljósfjólubláum körfublómum með gulri miðju.

Aster tongolensis 'Wartburgstern'

Kvöldstjarna

Kvöldstjarna 'Wartburgstern' er meðalhá, fjölær planta með ljósfjólubláum körfublómum, með appelsínugulri miðju.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page