top of page

Digitalis

Fingurbjargarblóm

Fingurbjargarblóm, Digitalis, er ættkvísl um 20 tegunda sem áður var flokkuð í grímublómaætt en hefur nú verið færð undir græðisúruætt, Plantaginaceae.  Þetta eru nokkuð hávaxnar plöntur með laufblaðahvirfingu og fingurbjargarlaga blóm í háum klösum. Þær eru mjög eitraðar. Heimkynni ættkvíslarinnar eru í V- og SV-Evrópu, V- og Mið-Asíu, Eyjaálfu og NV-Afríku.

Digitalis purpurea

Fingurbjargarblóm

Fingurbjargarblóm er hávaxin tvíær tegund sem blómstrar purpurarauðum blómum á öðru ári.

Digitalis purpurea 'Alba'

Fingurbjargarblóm

Afbrigði af fingurbjargarblómin með hvítum blómum.

Digitalis purpurea 'Apricot Delight'

Fingurbjargarblóm

Afbrigði af fingurbjargarblómi með ferskjubleikum blómum.

Digitalis purpurea 'Camelot Creme'

Fingurbjargarblóm

Afbrigði af fingurbjargarblómi með kremhvítum blómum.

Digitalis purpurea 'Glittering Prizes'

Fingurbjargarblóm

Afbrigði af fingurbjargarblómi með blómum í blönduðum bleikum og purpurarauðum blómum með stórum dökkum dröfnum í blómgininu.

Digitalis purpurea 'Pam's Choice'

Fingurbjargarblóm

Afbrigði af fingurbjargarblómi með hvítum blómum með stórum, rauðbleikum dröfnum

Digitalis purpurea 'Primrose Carousel'

Fingurbjargarblóm

Afbrigði af fingurbjargarblómi með fölgulum blómum.

bottom of page