top of page

Helleborus

Jólarósir

Jólarósir, Helleborus, er ættkvísl um 20 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni í Evrasíu, flestar á Balkanskaga. Þetta eru sígrænar jurtir sem vaxa í frjóum, heldur basískum jarðvegi í hálfskugga innan um lauftré og runna og blómgast síðvetrar eða að vori.

Helleborus niger

Jólarós

Jólarós er lágvaxin, vorblómstrandi, fjölær planta með hvítum blómum.

Helleborus x hybridus 'Red hybrid'

Páskarós

Afbrigði af páskarós með bleikum blómum.

bottom of page