top of page

Symphyandra

Pípuklukkur

Pípuklukkur, Symphyandra, er lítil ættkvísl í bláklukkuætt, Campanulaceae, náskyld bláklukkum (Campanula). Flestar tegundir eru tvíærar og flestar eiga heimkynni á Balkanskaga og V-Asíu.

Symphyandra hofmannii

Blúnduklukka

Blúnduklukka er lágvaxin einblómstrandi tegund sem blómstrar hvítum blómum og deyr eftir blómgun.

Symphyandra wanneri

Roðaklukka

Roðaklukka er lágvaxin einblómstrandi tegund sem blómstrar fjólubláum blómum og deyr eftir blómgun. Hún nær oft að halda sér við með sjálfsáningu.

bottom of page