Heuchera americana 'Metallica'
Vínlandsroði
Steinbrjótsætt
Saxifragaceae
Hæð
lágvaxið, um 20 cm
Blómlitur
hvítur eða bleikur
Blómgun
ágúst - september
Lauflitur
purpurarauður
Birtuskilyrði
hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, rakur, frjór, lífefnaríkur
pH
hlutlaust
Harðgerði
óreynt
Heimkynni
garðaafbrigði, tegundin vex villt í austanverðri N-Ameríku
Heuchera, roðablóm, er ættkvísl um 30 tegunda í steinbrjótsætt, Saxifragaceae, sem allar eiga heimkynni í N-Ameríku. Einkenni þeirra er hvirfing laufblaða sem oft eru fagurlituð og klasar smárra, klukkulaga blóma. Mikill fjöldi yrkja er ræktaður í görðum.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð að vori.
Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
Plöntur ræktaðar af fræi og því smá breytileiki á milli plantna. Laufið er purpurarautt, misjafnlega mikið mynstrað.
Þarf mjög gott frárennsli og lífefnaríkan, frjóan jarðveg. Þolir alls ekki blautan, klesstan jarðveg.
Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?
Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.