Iliamna rivularis
Iliamna rivularis
Iliamna rivularis
Iliamna rivularis

Iliamna rivularis

Lækjarbjarmi

Stokkrósarætt

Malvaceae

Hæð

hávaxinn, 90 - 180 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

næringarríkur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

óreyndur

Heimkynni

vestanverð N-Ameríka

Iliamna, bjarmar, er lítil ættkvísl um 7 líkra tegunda með heimkynni í N-Ameríku. Ættkvíslin virðist nefnd eftir Iliamna vatni í Alaska, þrátt fyrir að engin tegund ættkvíslarinnar vaxi þar. Þetta eru fallegar, hávaxnar plöntur með klasa af blómum sem líkjast stokkrósum, enda tilheyrir ættkvíslin stokkrósarætt (Malvaceaea).

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð síðvetrar

Fræ soðið í 2 mín áður en því er sáð. Fræ síðan rétt hulið og haft í kæli í mánuð og svo haft við stofuhita fram að spírun.

Hávaxin planta sem líkist stokkrós.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

  • Facebook App Icon

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2020  Garðaflóra.