top of page
Mýrastigi

Iris setosa

Engjaíris

Sverðliljuætt

Iridaceae

Hæð

meðalhá, um 30 - 40 cm

Blómlitur

fjólublár

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

NV-hluti Kanada, Alaska og Síbería.

Sverðliljur, Iris, er stór ættkvísl hátt í 300 tegunda í sverðliljuætt, Iridaceae. Orðið iris er úr grísku og merkir regnbogi og vísar í litrík blóm ættkvíslarinnar. Nær allar tegundir vaxa um tempraða belti norðurhvels við mjög breytileg skilyrði, frá þurru fjallendi, til engja og mýra.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að hausti eða vetri

Það getur flýtt fyrir spírun að leggja fræ í bleyti í heitt vatn og láta liggja í sólarhring. Fræ síðan hulið og haft úti fram að spírun. Þarf 2-3 mánaða kuldaskeið.

Harðgerð og auðræktuð. Getur verið treg til að blómstra.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page