top of page
Mýrastigi

Lupinus polyphyllus

Garðalúpína

Ertublómaætt

Fabaceae

Hæð

hávaxin, um 80 - 90 cm

Blómlitur

blár, fjólublár eða bleikur

Blómgun

síðari hluta júní - júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

rýr, vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

mjög harðgerð

Heimkynni

vestanverð N-Ameríka

Ættkvíslin Lupinus, úlfabaunir, tilheyrir ertublómaætt, Fabaceae. Þetta er stór ættkvísl um 300 tegunda með heimkynni í N- og S-Ameríku. Smærri útbreiðslusvæði er einnig að finna í kringum Miðjarðarhafið. Þær eru niturbindandi og geta því margar vaxið í þurrum, rýrum jarðvegi.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð síðvetrar eða að vori

Fræ rispað og lagt í bleyti í volgu vatni í sólarhring áður en því er sáð. Fræ síðan rétt hulið og haft við 15 - 20°C fram að spírun.

Þarf sólríkan stað og vel framræsta mold. Harðgerð.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page