top of page
Mýrastigi

Saxifraga x urbium

Skuggasteinbrjótur

sh. Postulínsblóm

Steinbrjótsætt

Saxifragaceae

Hæð

lágvaxinn, um 10 - 15 cm​

Blómlitur

fölbleikur

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi - skuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

garðaafbrigði

Steinbrjótar, Saxifraga, er stærsta ættkvísl steinbrjótsættar, Saxifragaceae, með um 440 tegundir sem dreifast um nyrðra tempraða beltið. Latneska heitið þýðir bókstaflega steinbrjótur og er talið vísa til vaxtaskilyrða margra tegunda sem vaxa í klettasprungum og grjótskriðum hátt til fjalla. Aðrar tegundir eru heldur stórvaxnari og vaxa á rökum engjum, en flestar tegundir, jafnvel þær sem vaxa í klettum vaxa þar sem raki er í jörðu eða vatn seitlar fram. Nokkrar tegundir vaxa villtar á Íslandi (*).

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.

Harðgerð, skuggþolin planta, sem þrífst best í rökum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page