![]() |
---|
Saxifraga x urbium
Skuggasteinbrjótur
sh. Postulínsblóm
Steinbrjótsætt
Saxifragaceae
Hæð
lágvaxinn, um 10 - 15 cm
Blómlitur
fölbleikur
Blómgun
júní - júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
hálfskuggi - skuggi
Jarðvegur
vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
garðaafbrigði
Steinbrjótar, Saxifraga, er stærsta ættkvísl steinbrjótsættar, Saxifragaceae, með um 440 tegundir sem dreifast um nyrðra tempraða beltið. Latneska heitið þýðir bókstaflega steinbrjótur og er talið v ísa til vaxtaskilyrða margra tegunda sem vaxa í klettasprungum og grjótskriðum hátt til fjalla. Aðrar tegundir eru heldur stórvaxnari og vaxa á rökum engjum, en flestar tegundir, jafnvel þær sem vaxa í klettum vaxa þar sem raki er í jörðu eða vatn seitlar fram. Nokkrar tegundir vaxa villtar á Íslandi (*).
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Harðgerð, skuggþolin planta, sem þrífst best í rökum jarðvegi.