top of page
Mýrastigi

Semiaquilegia ecalcarata

Daggarberi

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

lágvaxinn, um 25 - 30 cm

Blómlitur

purpurableikur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Kína

Daggarberar, Semiaquilegia, er lítil ættkvísl í sóleyjaætt, Ranunculaceae, náskyld vatnsberum (Aquilegia). Það sem skilur á milli er að daggarberar hafa ekki spora. Tvær tegundir eru ræktaðar í görðum, báðar með heimkynni í Kína.

Fjölgun:


Sáning - sáð í september - nóvember.

Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun.

Sáir sér svolítið, en ekki svo að sé til vandræða.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page