Hvítar Rósir

'Blanc Double de Coubert'
'Blanc Double de Coubert' er ígulrósarblendingur með hálffylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Escimo Flower Circus'
'Escimo Flower Circus' er klasarós með klösum af fylltum, kremhvítum blómum með fölgrænni og fölbleikri slikju.
viðkvæm

'Henry Hudson'
'Henry Hudson' er ígulrósarblendingur með fylltum, hvítum blómum.
harðgerð, RHF1

'Kakwa'
'Kakwa' er kanadískur þyrnirósarblendingur með fylltum, kremhvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Lac Majeau'
'Lac Majeau' er kanadískur ígulrósarblendingur með hálffylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, mögulega RHF2

'Louise Bugnet'
'Louise Bugnet' er ígulrósarblendingur með fylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Marie Bugnet'
'Marie Bugnet' er ígulrósarblendingur með fylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Maxima'
sh. 'Alba Maxima'; 'Bonnie Prince Charlie's Rose'; 'Cheshire Rose'; 'Great Double White'
'Maxima' er gömul bjarmarós frá 15. öld með fylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Paimio'
'Paimio' er finnsk fundrós með einföldum blómum sem opnast fölbleik með kremgulri miðju og verða svo hvít.
takmörkuð reynsla

'Pascali'
sh. 'Blanche Pasca'
'Pascali' er terósablendingur með fylltum, hvítum blómum.
frekar viðkvæm

'Polstjärnan'
'Polstjärnan' er hávaxin flækjurós með klösum af smáum, hvítum, hálffylltum blómum.
frekar viðkvæm

'Schnee Eule'
sh. 'Snow Owl' ; 'White Pavement'
'Schnee Eule' er ígulrósarblendingur með fylltum, hvítum blómum.
takmörkuð reynsla, mögulega RHF2

'Schneewittchen'
sh. 'Fée des Neiges' ; 'Iceberg'
'Schneewittchen' er klasarós með klösum af fylltum, hvítum blómum.
frekar viðkvæm

'Schneezwerg'
sh. 'Snow Dwarf'
'Schneezwerg' er ígulrósarblendingur með hálffylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, líklega RHF2

'Snow Hit'
'Snow Hit' er miniflora rós ræktuð af Poulsen í Danmörku fyrir 2000. Hún blómstrar fylltum, hvítum blómum með fölbleikum blæ.
frekar viðkvæm, vetrarskýli

'Suaveolens'
'Suaveolens' er gömul bjarmarós frá 18. öld með hálffylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Totenvik'
'Totenvik' er þyrnirósarblendingur sem blómstrar hálffylltum, hvítum blómum.
harðgerð, RHF1

Rosa pimpinellifolia 'Double White'
sh. 'Double White Burnet'
'Double White' er þyrnirósarblendingur með hálffylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

Rosa pimpinellifolia 'Katrín Viðar'
'Katrín Viðar' er íslenskur þyrnirósarblendingur með nokkuð stórum, einföldum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF 2
Rosa pimpinellifolia 'Plena'
sh. 'Juhannusruusu', Finlands vita ros
'Plena' eða Finnlands hvíta rós er þyrnirósarblendingur með hálffylltum til fylltum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF 1 eða 2

Rosa pimpinellifolia var. altaica 'Lovísa'
'Lovísa' eða 'Lóa' er íslenskur þyrnirósarblendingur með nokkuð stórum, einföldum, hvítum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF 1 eða 2

Rosa rugosa 'Alba'
Ígulrós er mjög harðgerð síblómstrandi runnarós með einföldum, bleikum blómum. 'Alba' er afbrigði með hvítum blómum.
mjög harðgerð, RHF1

Rosa x richardii
sh. Rosa sancta, Holy Rose of Abyssinia, St. Johns Rose
Múmíurós er lágvaxin runnarós með einföldum hvítum blómum sem opnast fölbleik.
þokkalega harðgerð, RHF3