Euphorbia
Mjólkurjurtir
Mjólkurjurtir, Euphorbia, er stór og fjölskrúðug ættkvísl í mjólkurjurtaætt, Euphorbiaceae, með hátt í 2000 tegundir. Þær eiga það allar sameiginlegt að innihalda eitraðan mjólkursafa og hafa sérstaka skipan lítilfjörlegra blóma umluktum stórum litskrúðugum háblöðum. Þekktasta tegund ættkvíslarinnar er líklegast jólastjarnan, Euphorbia pulcherrima.