top of page

Gypsophila

Blæjublóm

Blæjublóm, Gypsophila, er ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með útbreiðslu um Evrasíu, Afríku og Eyjaálfu, með mestan tegundafjölda í Tyrklandi. Blæjublóm hafa djúpstætt rótarkerfi og er því illa við flutning. Þau þrífast best í djúpum, vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað.

Gypsophila cerastioides

Steinaslæða

Steinaslæða er lágvaxin steinhæðaplanta með hvítum blómum.

Gypsophila paniculata 'Rosea'

Brúðarslæða

Brúðarslæða er meðalhá, fíngerð, fjölær planta með smáum, fölbleikum blómum í gisnum klösum.

Gypsophila repens 'Alba'

Dvergaslæða

Afbrigði af dvergaslæðu með hvítum blómum.

Gypsophila repens 'Rosea'

Dvergaslæða

Afbrigði af dvergaslæðu með bleikum blómum.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page