top of page

Euphorbia

Mjólkurjurtir

Mjólkurjurtir, Euphorbia, er stór og fjölskrúðug ættkvísl í mjólkurjurtaætt, Euphorbiaceae, með hátt í 2000 tegundir. Þær eiga það allar sameiginlegt að innihalda eitraðan mjólkursafa og hafa sérstaka skipan lítilfjörlegra blóma umluktum stórum litskrúðugum háblöðum. Þekktasta tegund ættkvíslarinnar er líklegast jólastjarnan, Euphorbia pulcherrima.

Euphorbia dulcis 'Chamaeleon'

Sætumjólk

Afbrigði af sætumjólk með dökk purpurarauðu laufi.

Euphorbia longifolia 'Amjillasa'

Meðalhátt garðaafbrigði með gulgrænum blómum.

Euphorbia polychroma

Mjólkurjurt

Mjólkurjurt er meðalhá planta með smáum blómum, umkringdum gulum háblöðum.

bottom of page