top of page

Ranunculus

Sóleyjar

Sóleyjar, Ranunculus, er stór ættkvísl um 600 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni víða um heim. Latneska heitið þýðir lítill froskur og vísar í að flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi. Flestar blómstra að vori eða snemmsumars, oftast gulum blómum en nokkrar tegundir blómstra hvítum eða grænleitum blómum. Þær þrífast yfirleitt best í sól þó skriðsóleyin ástkæra vaxi vandræðalaust hvar sem er, jafnvel á stöðum sem sjá aldrei til sólar.

Ranunculus aconitifolius 'Flore Pleno'

Silfursóley

Silfursóley er meðalhá fjölær planta með hvítum blómum. 'Flore Pleno' er afbrigði með fylltum, hvítum blómum.

Ranunculus acris 'Flore Pleno'

Brennisóley

Brennisóley er meðalhá fjölær planta með gulum blómum, sem er algeng um allt land. 'Flore Pleno' er garðaafbrigði með fylltum, gulum blómum.

Ranunculus alpestris

Fjallasóley

Fjallasóley er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar hvítum blómum í maí.

Ranunculus amplexicaulis

Slíðrasóley

Slíðrasóley er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar hvítum blómum í maí.

Ranunculus parnassifolius

Kalksóley

Kalksóley er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar hvítum blómum í maí - júní.

Ranunculus platanifolius

Hlynsóley

Hlynsóley er hávaxin, fjölær planta með hvítum blómum.

Ranunculus repens 'Pleniflorus'

Skriðsóley

Skriðsóley er meðalhá fjölær planta með gulum blómum, sem er mjög ágengt illgresi. 'Pleniflora' er garðaafbrigði með fylltum, gulum blómum sem dreifir sér ekki eins mikið.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page