top of page

Allium

Laukar

Ættkvíslin Allium, laukar, tilheyrir laukætt, Alliaceae. Hún inniheldur ekki bara matlaukana sem við þekkjum, heldur einnig nokkrar fallegar garðplöntur. Þetta er afar stór ættkvísl sem inniheldur hátt í 1000 tegundir sem flestar eiga heimkynni í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar.

Allium aflatunense

Höfuðlaukur

Höfuðlaukur er hávaxin laukplanta með hvelfdum kolli af purpuralitum blómum.

Allium caeruleum

Bollulaukur

Blálaukur er hávaxin laukplanta sem blómstrar bláum blómum í kúlulaga klasa.

Allium cernuum Hidcote

Hvolflaukur

Hvolflaukur 'Hidcote' er meðalhá lauktegund með hangandi, purpuralitum blómum.

Allium christophii

Dúnlaukur

Dúnlaukur er meðalhá laukplanta með mjög stórum, kúlulaga blómklösum með stjörnulaga, bleik-lilla blómum.

Allium cyathophorum var. farreri

Bikarlaukur

Bikarlaukur er lágvaxin, fíngerð laukplanta með einhliða klösum að fjólubláum blómum.

Allium insubricum

Morgunlaukur

Morgunlaukur er lágvaxin og fínleg laukplanta með hangandi klösum af purpurableikum blómum.

Allium karataviense

Túrkistanlaukur

Túrkistanlaukur er meðalhá lauktegund með stórum, kúlulaga klösum af hvítum blómum með fölbleikri slikju.

Allium narcissiflorum

Skrautlaukur

Skrautlaukur er lágvaxin laukplanta með bleikum blómum.

Allium oreophilum

Rósalaukur

Rósalaukur er lágvaxin laukplanta með skærbleikum blómum.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page