top of page

Campanula

Bláklukkur

Ættkvíslin Campanula, bláklukkur, er stærsta ættkvísl bláklukkuættarinnar, Campanulaceae, með yfir 500 tegundum sem dreifast  um norðurhvel jarðar, flestar við Miðjarðarhaf og austur til Kákasus. Tegundir ættkvíslarinnar eru mjög fjölbreyttar frá lágvöxnum háfjallaplöntum, til stórvaxinna engja og skógarplantna. Tvær tegundir, bláklukka og fjallabláklukka, vaxa villtar á Íslandi.

Campanula alliariifolia

Vaxklukka

Vaxklukka er lágvaxin bláklukkutegund með kremhvítum blómum.

Campanula aucheri

Sunnuklukka

Sunnuklukka er lágvaxin steinhæðaplanta með fjólubláum blómum.

Campanula betulifolia

Birkiklukka

Birkiklukka er lágvaxin steinhæðaplanta með kremhvítum blómum

Campanula cochleariifolia

Smáklukka

Smáklukka er jarðlæg bláklukkutegund með bláum klukkulaga blómum.

Campanula collina

Hólaklukka

Hólaklukka er lágvaxin bláklukkutegund með fjólubláum blómum.

Campanula glomerata

Höfuðklukka

Höfuðklukka er meðalhá bláklukkutegund með fjólubláum blómum.

Campanula grossheimii

Kákasusklukka

Kákasusklukka er hávaxin bláklukkutegund með fjólubláum blómum.

Campanula lactiflora 'Pink Dwarf'

Mjólkurklukka

Hávaxið afbrigði af mjólkurklukku með bleikum blómum.

Campanula latifolia

Risaklukka

Risaklukka er stórvaxin bláklukkutegund með fjólubláum blómum.

Campanula latifolia 'Alba'

Risaklukka

Afbrigði af risaklukku með hvítum blómum.

Campanula medium

Sumarklukka

Sumarklukka er hávaxin, tvíær planta sem oft er ræktuð sem sumarblóm. Blómin geta verið hvít, fjólublá eða bleik.

Campanula persicifolia

Fagurklukka

Fagurklukka er meðalhá bláklukkutegund með stórum, bláfjólubláum, klukkulaga blómum.

Campanula portenschlagiana

Urðaklukka

Urðaklukka er viðkvæm steinhæðaplanta með bláfjólubláum blómum.

Campanula pulla

Alpaklukka

Alpaklukka er jarðlæg steinhæðaplanta með dökkfjólubláum blómum.

Campanula punctata

Dröfnuklukka

Dröfnuklukka er meðalhá bláklukkutegund með bleikum, dröfnóttum klukkulaga blómum.

Campanula punctata 'Beetroot'

Dröfnuklukka

Afbrigði af dröfnuklukku með dökk rauðbleikum blómum.

Campanula rhomboidalis

Tígulklukka

Tígulklukka er meðalhá bláklukkutegund með bláfjólubláum blómum.

Campanula rotundifolia

Bláklukka

Bláklukka er lágvaxin fjölær planta með bláfjólubláum blómum. Hún er algeng á Austurlandi.

Campanula rotundifolia 'Alba'

Bláklukka

'Alba' er afbrigði af bláklukku með hreinhvítum blómum.

Campanula saxifraga

Klungurklukka

Klungurklukka er lágvaxin steinhæðaplanta með fjólubláum blómum.

Campanula takesimana

Kóreuklukka

Kóreuklukka er hávaxin fjölær planta með hvítum, hangandi, klukkulaga blómum.

Campanula tridentata

Skálaklukka

Skálaklukka er lágvaxin steinhæðaplanta með bláum blómum.

bottom of page