top of page

Sedum

Hnoðrar

Hnoðrar, Sedum, er stór ættkvísl allt að 600 tegunda í helluhnoðraætt, Crassulaceae, með útbreiðslu víða um norðurhvel jarðar. Þetta eru jurtkenndir eða runnkenndir þykkblöðungar sem þola mikinn þurrk og þrífast best í sól.

Sedum aizoon

Gullhnoðri

Gullhnoðri er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar gulum blómum í júlí.

Sedum album var. murale

Kóralhnoðri

Kóralhnoðri er jarðlæg steinhæðaplanta sem blómstrar fölbleikum blómum.

Sedum kamtschaticum

Stjörnuhnoðri

Stjörnuhnoðri er jarðlæg steinhæðaplanta sem blómstrar gulum blómum.

Sedum reflexum

Berghnoðri

Berghnoðri er sígræn þekjuplanta sem blómstrar gulum blómum síðsumars.

Sedum spathulifolium var. purpureum

Spaðahnoðri

Spaðahnoðri er jarðlæg steinhæðaplanta með grágrænu laufi og gulum blómum. Var. purpureum er afbrigði sem blómstrar líka gulum blómum, en laufið er tvílitað, gráfjólublátt innst í laufhvirfingunum en rauðfjólublátt yst.

Sedum spurium

Steinahnoðri

Steinahnoðri er harðgerð hnoðrategund sem er algeng í görðum. Hann blómstrar bleikum blómum síðsumars.

Sedum telephium 'Novem'

Jónsmessuhnoðri

Jónsmessuhnoðri er lágvaxin fjölær planta sem blomstrar purpurarauðum blómum síðsumars. 'Novem' er afbrigði með vínrauðu laufi.

Sedum telephium ssp. fabaria

Sumarhnoðri

Sumarhnoðri er lágvaxin fjölær planta sem blomstrar dökkbleikum blómum síðsumars.

Sedum telephium ssp. ruprechtii

Jónsmessuhnoðri

Jónsmessuhnoðri er lágvaxin fjölær planta sem blomstrar dökkbleikum blómum síðsumars. Ssp. ruprechtii er undirtegund með purpurarauðu laufi og kremhvítum blómum.

bottom of page