top of page

Veronica

Bládeplur

Bládeplur, Veronica, er stærsta ættkvísl græðisúruættar, Plantaginaceae, með um 500 tegundir. Ættkvíslin tilheyrði áður grímublómaætt en mikil endurskoðun hefur átt sér stað á þeirri ætt og margar ættkvíslir sem tilheyrðu ættinni nú flokkaðar í græðisúruætt. Bládepluættkvíslin er einnig í endurskoðun og mögulegt að allmargar ættkvíslir verði sameinaðar henni, t.d. ættkvíslin Hebe sem er nær eingöngu bundin við Nýja-Sjáland. Flestar tegundir bládepla skv. eldri flokkun eiga heimkynni um nyrðra tempraðað beltið. Þær þrífast best í sól, en gera ekki sérstakar jarðvegskröfur, þó lágvaxnar tegundir þrífist best í sendnum, þurrum jarðvegi.

Veronica chamaedrys

Völudepla

Völudepla er meðalhá fjölær planta með bláum blómum. Slæðingur á Íslandi.

Veronica fruticans

Steindepla

Steindepla er lágvaxin steinhæðaplanta með bláum blómum. Íslensk tegund.

Veronica gentianoides

Kósakkadepla

Kósakkadepla er meðalhá fjölær planta með ljósbláum blómum.

Veronica gentianoides 'Variegata'

Kósakkadepla

Kósakkadepla er meðalhá fjölær planta með ljósbláum blómum. 'Variegata' er garðaafbrigði með hvítmynstruðu laufi.

Veronica longifolia

Langdepla

Langdepla er meðalhá fjölær planta með fjólubláum blómum.

Veronica longifolia 'Rose Tones'

Langdepla

Langdepla er meðalhá fjölær planta með fjólubláum blómum. 'Rose Tones' er afbrigði með rósbleikum blómum.

Veronica ponae

Skuggadepla

Skuggadepla er lágvaxin fjölær planta með lillablám blómum.

Veronica prostrata

Dvergdepla

Dvergdepla er lágvaxin steinhæðaplanta með bláfjólubláum blómum.

Veronica schmidtiana

Brekkudepla

Brekkudepla er lágvaxin steinhæðaplanta með lillabláum blómum.

Veronica spicata ssp. incana

Silfurdepla

Silfurdepla er undirtegund axdeplu, með silfruðu laufi og bláfjólubláum blómum.

Veronica teucrium

Hraundepla

Hraundepla er meðalhá, fjölær planta sem blómstrar bláum blómum frá júlí og fram á haust.

bottom of page