Aquilegia

Vatnsberar

Ættkvíslin Aquilegia, vatnsberar, tilheyrir sóleyjaætt, Ranunculaceae. Þeir eru einnig nefndir sporasóleyjar og er það nafn dregið af hunangssporum sem krónublöðin mynda. Þetta eru harðgerðar plöntur sem kunna best við sig í heldur rökum jarðvegi og skugga part úr degi. Þó eru til fjallaplöntur í þessari ættkvísl sem kjósa að vera sólarmegin í lífinu og vaxa best í vel framræstum jarðvegi.

Aquilegia 'Blushing Giant'

Vatnsberi

Mjög hávaxinn vatnsberi með fölbleikum blómum.

Aquilegia 'Magpie seedling'

Vatnsberi

Sjálfsáður blendingur af skógarvatnsbera 'Magpie' með dökkfjólublá og hvít blóm.

Aquilegia 'Rauði Risinn'

Vatnsberi

Mjög hávaxinn vatnsberi með rauðbleikum blómum.

Aquilegia flabellata

Blævatnsberi

Blævatnsberi er lágvaxin, fjölær planta með tvílitum blómum, bláum og hvítum.

Aquilegia flabellata 'Pink Cameo'

Blævatnsberi

Mjög lágvaxið afbrigði af blævatnsbera með tvílitum blómum, bleikum og kremhvítum.

Aquilegia flabellata 'Rosea'

Blævatnsberi

Mjög lágvaxið afbrigði af blævatnsbera með fölbleikum blómum

Aquilegia flabellata var. pumila f. kurilensis 'Rosea'

Blævatnsberi

Mjög smágert afbrigði af blævatnsbera með fjólubláum og gulum blómum.

Aquilegia fragrans

Ilmvatnsberi

Ilmvatnsberi er hávaxin tegund með stórum, lútandi blómum sem eru tvílit, hvít og fölgul.

Aquilegia glandulosa

Stjörnuvatnsberi

Stjörnuvatnsberi er meðalhá tegund með tvílitum blómum, bláum og hvítum.

Aquilegia jonesii

Kalkvatnsberi

Kalkvatnsberi er fínleg fjallaplanta með bláum blómum.

Aquilegia saximontana

Klappavatnsberi

Klappavatnsberi er fíngerð fjallaplanta sem blómstrar tvílitum blómum, bláum og hvítum

Aquilegia sp. Blár

Vatnsberi

Vatnsberi af óþekktum uppruna með bláum blómum.

Aquilegia vulgaris

Skógarvatnsberi

Skógarvatnsberi er hávaxin, nokkuð skuggþolin planta með lútandi blóm í ýmsum fjólubláum litatónum.

Aquilegia vulgaris 'Clematiflora'

Skógarvatnsberi

Meðalhátt afbrigði af skógarvatnsbera með fylltum, sporalausum blómum í ýmsum, bleikum, bláum og hvítum litatónum.

Aquilegia vulgaris 'Magpie'

Skógarvatnsberi

Hávaxið afbrigði af skógarvatnsbera með mjög dökk rauðfjólubláum og hvítum blómum

Aquilegia vulgaris 'Petticoats'

Skógarvatnsberi

Afbrigði af skógarvatnsbera með fylltum blómum í blönduðum bleikum og hvítum litum.

Aquilegia vulgaris 'Pink Bonnets'

Skógarvatnsberi

Afbrigði af skógarvatnsbera með tvílitum, fylltum blómum, bleikum og hvítum.

Aquilegia vulgaris var. stellata 'Green Apples'

Skógarvatnsberi

Afbrigði af skógarvatnsbera með fylltum, sporalaustum, fölgrænum blómum.

Aquilegia vulgaris var. stellata 'Ruby Port'