Arabis x arendsii 'La Fraîcheur'
Roðaskriðnablóm
'La Fraîcheur' er afbrigði af roðaskriðnablómi sem blómstrar ljós bleikum blómum. Þarf sólríkan vaxtarstað og mjög vel framræstan jarðveg.
Fræ frá Jelitto.
Sáningartími: febrúar-mars. Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Dreifplantað þegar fræplöntur hafa náð meðfærilegri stærð.
20 fræ í pakka