top of page
Double, peach and pink flowers of Itoh peony 'Scrumdiddlyumptious'

Paeonia (Itoh) 'Scrumdiddlyumptious'

3.300krPrice
Tax Included

Itoh-bóndarós

 

Itoh-bóndarósir voru fyrst ræktaðar af Toichi Itoh í Japan árið 1948, með víxlfrjóvgun trjábóndarósa og jurtkenndra bóndarósa. Þær eru jurtkenndar og visna alveg niður yfir vetrarmánuðina, en blómin eru eins stór og á trjábóndarósunum og í álíka fjölbreyttu litaúrvali.

 

'Scrumdiddlyumptious' verður um 75 cm á hæð og blómstrar þéttfylltum, apríkósugulum-bleikum blómum. Óreynd.

 

1 stk. í 3 lítra rósapotti.

Out of Stock
  • Bóndarósaættkvíslin - Paeonia

    Bóndarósir eru fjölærar plöntur (ekki rósir!) sem eru ágætlega harðgerðar, en til þess að þær blómstri þurfa þær góð vaxtarskilyrði. Þær þurfa frekar sólríkan stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi í þokkalega góðu skjóli. Ef bóndarósir blómstra ekki er ástæðan yfirleitt sú að þeim hefur verið plantað of djúpt, eða þær fá ekki næga sól. Þeim er líka illa vil að það sé hróflað við þeim og geta tekið nokkur ár í að jafna sig, séu þær færðar úr stað.

Tengdar vörur

bottom of page