top of page
Papaver miyabeanum 'Pacino'

Papaver miyabeanum 'Pacino'

 

Skammær draumsólategund með heimkynni á Kúrileyjum í Japan. Stundum flokkuð sem garðasól, en er mun fíngerðari í vexti. Getur mögulega haldið sér við með sjálfsáningu. 

 

'Pacino' blómstrar brennisteinsgulum blómum og svipar nokkuð til melasólar. Verður um 15 cm á hæð. Vex best í frekar sendnum jarðvegi á sólríkum stað.

Fræ frá Jelitto.

 

Sáningartími: febrúar - mars. Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.  Dreifplantað 4-6 vikum eftir sáningu og plantað út í beð fyrsta sumarið.

 

20 fræ í pakka

 

    320krPrice
    Tax Included

    Tengdar vörur

    bottom of page