top of page
Ranunculus 'Aviv Picotee Café'

Ranunculus 'Aviv Picotee Café'

620krPrice
Tax Included

Asíusóley

 

Aviv-blendingar verða um 40 cm á hæð og þurfa sólríkan vaxtarstað.

 

'Aviv Picotee Café' er litablanda í blönduðum rústrauðum og appelsínugulum litum.

 

10 stk í pakka

Out of Stock
  • Ræktunarleiðbeiningar

    Asíusóleyjar þurfa sólríkan, skjólsælan vaxtarstað úti. Þær henta ágætlega til ræktunar í pottum og þá er auðvelt að setja þær í frostfría vetrargeymslu. Þær þurfa rúmgóðan pott til að dafna vel.

    Mælt er með að leggja hnýðin í bleyti í volgu vatni í 1-2 klst. áður en þau eru gróðursett. Þau eru svo gróðursett í góða pottamold blandaðri vikri, með "klærnar" niður og hulin með ca. 5 cm moldarlagi. Moldin er vökvuð vel, en síðan er ekki vökvað meira fyrr en það fer að sjást í grænt. Potturinn þarf að vera á björtum, svölum stað.  Hitastigið þarf helst að vera í kringum 10°C á meðan hnýðin eru að byrja að spíra og þegar plönturnar eru komnar í vöxt er íslenskur sumarhiti nálægt þeirra kjörhita. Þegar farið er að kólna og laufið er byrjað að sölna er potturinn tekinn inn og geymdur á frostfríum stað fram á vor.  Halda ætti moldinni rétt rakri, en hún má alls ekki vera blaut.

Tengdar vörur

bottom of page