top of page

Nútíma runnarósir (Modern Shrub)

Rósir sem komið hafa fram á síðustu 100 árum og passa ekki í ofangreinda flokka eru yfirleitt flokkaðar sem nútíma runnarósir.  Þær líkjast oft stórvöxnum terósarblendingum eða klasarósum og flestar líkjast á engan hátt runnum við íslenskar aðstæður.  Þær myndu flestar flokkast sem beðrósir hér.  Sumar eru harðgerðari en fyrrgreindir flokkar nútímarósa og líklegri til að standast íslenskar aðstæður.


Nútíma klifurrósir eru í raun stórvaxnar nútíma runnarósir frekar en eiginlegar klifurrósir.   Þær hafa langar, veikburða greinar sem þurfa stuðning.  Flestar eru lotublómstrandi. Flestar þeirra verða ekki hávaxnar hér á landi og eru því flokkaðar með nútíma runnarósunum hér.

'Alibaba'

'Ali Baba'

'Alibaba' er nútíma runnarós með laxableikum blómum.

'Aloha'

'Aloha' er nútíma runnarós með bleikum blómum með ferskjulitri miðju.

'Bonica'

sh. 'Bonica 82'

'Bonica' er nútíma runnarós með stórum klösum af bleikum blómum sem lýsast með aldrinum.

'Chinook Sunrise'

'Chinook Sunrise' er nútíma runnarós með einföldum, apríkósugulum blómum.

'Dornröschen'

sh. 'Belle au Bois Dormant' ; 'Sleeping Beauty'

'Dornröschen' er nútíma runnarós með stórum, fylltum, bleikum blómum.

'Flammentanz'

sh. 'Flame Dance'; 'Flaming Dance'; 'Vlammenspel'

'Flammentanz' er nútíma klifurrós með fylltum, rauðbleikum blómum.

'Fritz Nobis'

'Fritz Nobis' er nútíma runnarós með fylltum, bleikum blómum með ferskjulitri miðju.

'Isabelle Renaissance'

'Isabelle Renaissance' er nútíma runnarós með fylltum, flauelsrauðum blómum.

'Julia Renaissance'

sh. 'Julia'; 'Phillipa'

'Julia Renaissance' er nútíma runnarós með fylltum, fölbleikum blómum.

'Maigold'

'Maigold' er nútíma runnarós með hálffylltum, appelsínugulum blómum sem fölna með aldrinum og verða föl apríkósugul.

'Linda Campbell'

'Linda Campbell' er nútíma runnarós með klösum af frekar smáum, fylltum, rauðbleikum blómum.

'Penny Lane'

'Penny Lane' er nútíma runnarós með fylltum, ferskjubleikum blómum sem fölna með aldrinum og verða nánast hvít.

'Olds College'

'Olds College' er kanadísk nútíma runnarós. Hún blómstrar fylltum, appelsínugulum blómum.

'Pike's Peak'

'Pike's Peak' er nútíma runnarós með hálffylltum, skærbleikum blómum.

'Prairie Dawn'

'Prairie Dawn' er nútíma runnarós með fylltum, bleikum blómum.

'Prairie Joy'

'Prairie Joy' er nútíma runnarós með fylltum, ljósbleikum blómum.

'Rhapsody in Blue'

'Rhapsody in Blue' er nútíma runnarós með hálffylltum, fjólubláum blómum.

'Sekel'

'Sekel' er nútíma runnarós með klösum af hálffylltum, gulum blómum sem roðna með aldrinum.

'Westerland'

'Westerland' er nútíma klifurrós með klösum af fylltum, appelsínugulum blómum sem fölna og verða bleik.