top of page

Anemone

Snotrur

Snotrur, Anemone, tilheyra sóleyjaætt, Ranunculaceae og líkjast mjög sóleyjum. Þær vaxa einkum á norðlægum slóðum og upp til fjalla. Margar blómstra á vorin eða snemmsumars, þó nokkrar, eins og haustsnotra, blómstri síðsumars.

Anemone blanda 'Blue Shades'

Balkansnotra

Balkansnotra er vorblómstrandi skógarplanta sem blómstrar bláum blómum í maí.

Anemone blanda 'Charmer'

Balkansnotra

Balkansnotra 'Charmer' er vorblómstrandi skógarplanta sem blómstrar purpurableikum blómum í maí.

Anemone blanda 'Rosea'

Balkansnotra

Balkansnotra 'Rosea' er vorbómstrandi skógarplanta sem blómstrar purpurableikum blómum maí.

Anemone blanda 'White Splendour'

Balkansnotra

Balkansnotra 'White Splendour' er vorblómstrandi skógarplanta sem blómstrar hvítum blómum í apríl - maí,

Anemone huphensis

Haustsnotra

Haustsnotra er hávaxin planta sem blómstrar hvítum blómum í ágúst.

Anemone multifida

Mjólkursnotra

Mjólkursnotra er lágvaxin fjölær planta með dökkgrænt, fínskipt lauf og lítil, kremhvít blóm.

Anemone multifida 'Major'

Mjólkursnotra

Afbrigði af mjólkursnotru með kremhvítum blómum með fjólublárri slikju.

Anemone multifida 'Rubra'

Mjólkursnotra

Afbrigði af mjólkursnotru með dökkbleikum blómum.

Anemone narcissiflora

Sveipsnotra

Sveipsnotra er meðalhá planta með hvítum blómum.

Anemone nemorosa 'Flore Pleno'

Skógarsnotra

Afbrigði af skógarsnotru sem blómstrar hvítum, fylltum blómum í maí.

Anemone nemorosa 'Robinsoniana'

Skógarsnotra

Afbrigði af skógarsnotru með lillabláum blómum.

Anemone sylvestris

Rjóðursnotra

Rjóðursnotra er lágvaxin skógarplanta sem blómstrar hvítum blómum í júní.

bottom of page